Í GETTU betur sl. laugardagskvöld voru Borgarholtsskóli og Menntaskólinn í Reykjavík í undanúrslitum. Vissulega voru úrslitin afgerandi en rétt skal vera rétt. Borgarholtsskóli svaraði því að næststærsta stöðuvatn Íslands væri Þórisvatn sem var dæmt rangt svar og MR-ingar fengu rétt fyrir að það væri Þingvallavatn.
Staðreyndin er sú að Borghyltingar svöruðu rétt, Þórisvatn er næststærst eða um 70 km
Við samanburð á stærð stöðuvatna á Íslandi á aðeins að miða við náttúruleg mörk vatnanna, ekki manngerð. Hálslón getur aldrei komið inn í þann samanburð enda algjörlega manngert.
Að lokum vil ég koma þeirri tillögu á framfæri við þennan annars ágæta þátt, Gettu betur, að hraðaspurningar verði aflagðar og fyrirkomulagi breytt. Áhorfendur og hlustendur geta varla fylgst með í þeirri taugaveiklun sem þá ríkir og furðulegt að stjórnendur þáttanna skuli geta numið svörin.
SIGURÐUR GRÉTAR
GUÐMUNDSSON,
Þorlákshöfn.
Frá Sigurði Grétari Guðmundssyni: