[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
5. apríl 1940 Hægri umferð var samþykkt á Alþingi. Skipta átti úr vinstri umferð 1. janúar 1941 en áður en til þess kom ákvað Alþingi að hætta við breytinguna vegna hernáms Breta sem voru vanir vinstri umferð. Hægri umferð var tekin upp árið 1968. 5.

5. apríl 1940

Hægri umferð var samþykkt á Alþingi. Skipta átti úr vinstri umferð 1. janúar 1941 en áður en til þess kom ákvað Alþingi að hætta við breytinguna vegna hernáms Breta sem voru vanir vinstri umferð. Hægri umferð var tekin upp árið 1968.

5. apríl 1944

Verslunin Síld og fiskur var opnuð á Bergstaðastræti 37 í Reykjavík. Eigendur voru Þorvaldur Guðmundsson og Steingrímur Magnússon. Í upphafi var þetta „sérverslun í síldar- og fiskafurðum,“ eins og sagði í blaðafrétt, en nú er fyrirtækið þekkt fyrir kjötvinnslu.

5. apríl 1958

Ásgrímur Jónsson listmálari lést, 82 ára. Hann var brautryðjandi nútímamyndlistar á Íslandi og hélt fyrstu málverkasýningu sína árið 1903. Ásgrímur arfleiddi þjóðina að miklum fjölda listaverka, ásamt húsi sínu.

5. apríl 1971

Söngleikurinn Hárið var frumsýndur í Glaumbæ og vakti bæði hrifningu og deilur. Hárið var aftur sett upp sumarið 1994.

5. apríl 1986

Flugslys varð í Ljósufjöllum á Snæfellsnesi. Fimm fórust en tveir komust af. Þeir biðu hjálpar í ellefu klukkustundir. Flugvélin var á leið frá Ísafirði til Reykjavíkur.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.