Fimm leikja stríði milli deildar-meistara Hauka og bikar-meistara KR, um Íslands-meistara-titilinn í körfu-knatt-leik kvenna, lauk á Ás-völlum í Hafnar-firði síðast-liðinn miðviku-dag. Hauka-konur yfir-gáfu víg-völlinn sigur-reifar eftir sigur í fimmtu orrustunni, 69:64, en KR-konur stóðu eftir óhuggandi að lokinni geysi-legri baráttu. Er þetta í þriðja sinn á fjórum árum sem Haukar hampa titlinum.
„Þetta er frá-bær leik-manna-hópur að vinna með og stjórnin er búin að vera frá-bær í allan vetur og hefur sýnt okkur mikinn stuðning. Ég er bara rosa-lega ánægður fyrir hönd Hauka og glaður með hvað stelpurnar voru frá-bærar,“ sagði Yngvi Gunnlaugsson, þjálfari Hauka.