Margeir Pétursson
Margeir Pétursson
Nýi Kaup-þing banki hótaði skila-nefnd SPRON lög-sókn vegna sölunnar á eignum SPRON, sam-kvæmt heimildum Morgun-blaðsins.

Nýi Kaup-þing banki hótaði skila-nefnd SPRON lög-sókn vegna sölunnar á eignum SPRON, sam-kvæmt heimildum Morgun-blaðsins. Eru stjórnendur bankans ósáttir við að verið sé að selja eignir sem hafa verið veð-settar bankanum, en MP banki keypti hluta úti-búanets SPRON og Net-bankann, nb.is, á 800 milljónir króna.

„Það sem við höfum sagt er að með ákvörðun FME hafa öll inn-lán viðskipta-vina verið flutt. Það er greitt fyrir inn-lánin með skulda-bréfi sem tryggt er með öllum eignum SPRON. Við viljum sjá að búið sé að tryggja að allar eignir dugi fyrir inn-lánum. Því mæltumst við til þess að gengið yrði frá skulda-bréfinu áður en hugað yrði að sölu eigna,“ segir Finnur Svein-björnsson, banka-stjóri Kaup-þings.

Margeir Pétursson, stjórnar-formaður MP banka, ætlar að við-halda vöru-merki SPRON og verða úti-búin á Seltjarnar-nesi, í Borgar-túni og á Skóla-vörðu-stíg rekin áfram. Fjörutíu og fimm starfs-menn sem unnu í úti-búunum munu halda vinnu sinni hjá hinu nýja fyrir-tæki og jafn-vel fleiri, segir Margeir.