*Sá orðrómur er kominn á kreik að hljómsveitin Sigur Rós sé á leið í hljóðver í maí til að taka upp sjöttu breiðskífu sveitarinnar. Eitthvað mun vera til í þeim orðrómi þó að skipulegar upptökur hafi ekki verið niðurnegldar skv. heimildum...
*Sá orðrómur er kominn á kreik að hljómsveitin Sigur Rós sé á leið í hljóðver í maí til að taka upp sjöttu breiðskífu sveitarinnar. Eitthvað mun vera til í þeim orðrómi þó að skipulegar upptökur hafi ekki verið niðurnegldar skv. heimildum Morgunblaðsins. Þá mun það setja strik í reikninginn að Jónsi , söngvari Sigur Rósar, hefur nýverið gefið út plötuna Riceboy Sleeps með kærasta sínum Alex Somers. Saman hyggjast þeir kynna plötuna eins víða og mögulegt er og því takmarkaður tími sem söngvarinn hefur til að sinna upptökum. Þar fyrir utan hafa þær sögusagnir heyrst að Jónsi sé með í undirbúningi sóló-plötu en þær fréttir hafa enn ekki fengist staðfestar úr herbúðum sveitarinnar.