GEFIN hefur verið út reglugerð um tvö hvalaskoðunarsvæði og eru þau annars vegar í Faxaflóa og hins vegar á milli Tröllaskaga og Mánáreyja norður af Tjörnesi. Á þeim verður með öllu óheimilt að stunda hvalveiðar.

GEFIN hefur verið út reglugerð um tvö hvalaskoðunarsvæði og eru þau annars vegar í Faxaflóa og hins vegar á milli Tröllaskaga og Mánáreyja norður af Tjörnesi. Á þeim verður með öllu óheimilt að stunda hvalveiðar.

Í fréttatilkynningu segir, að Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hafi skrifað undir reglugerðina en Hafrannsóknastofnun vann að tillögum um fyrrnefnd svæði eftir samráð við hagsmunaaðila.

Fram kemur í fréttatilkynningunni, að í þessum efnum togist ólíkir hagsmunir á en tilgangurinn með afmörkun svæðanna sé að draga úr árekstrum af þeim sökum og hljóti þeir, sem í hlut eiga, að virða það. Lætur ráðherra þá ósk í ljós, að ákvörðunin um svæðin verði til þess, að þessar tvær atvinnugreinar, hvaðaskoðun, og hvalveiðar, geti eftirleiðis starfað í meiri sátt og samlyndi en verið hefur.