Á MIÐNÆTTI í nótt rann út kyrrstöðusamningur við lánardrottna sem Atorka Group hf. tilkynnti þann 8. apríl síðastliðinn. Samningurinn fól það í sér að ekki voru greiddir vextir eða afborganir af tveimur skuldabréfaflokkum útgefnum af félaginu.
Útistandandi skuldabréf Atorku eru 20,7 milljarðar króna að nafnvirði og gilti kyrrstöðusamningurinn um stærstan hluta þessara bréfa. Í tilkynningu segir að Atorka vinni áfram að fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins, en ekki náðist í talsmann félagsins í gær. bjarni@mbl.is