[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Guðmundur E. Stephensen féll úr keppni í 64-manna úrslitum heimsmeistaramótsins í borðtennis í Yokohama í Japan í gær þegar hann beið lægri hlut fyrir Li Ching frá Hong Kong , einum besta borðtennismanni heims, 4:0. Ching, sem er í 15.

G uðmundur E. Stephensen féll úr keppni í 64-manna úrslitum heimsmeistaramótsins í borðtennis í Yokohama í Japan í gær þegar hann beið lægri hlut fyrir Li Ching frá Hong Kong , einum besta borðtennismanni heims, 4:0. Ching, sem er í 15. sæti heimslistans, vann 11:7, 11:6, 11:7 og 11:9 en Guðmundur er í 198. sætinu á sama lista. Þar með hefur Guðmundur lokið keppni en hann vann sína leiki í undanriðlinum og sigraði síðan ítalska meistarann Mihai Bobocica í hörkuleik í gærmorgun, 4:2, en sá er 110 sætum fyrir ofan Guðmund á heimslistanum.

D wight Howard , leikmaður Orlando Magic og besti varnarmaður NBA-deildarinnar í körfuknattleik, fékk eins leiks bann vegna atviks sem átti sér stað í fimmta leiknum gegn Philadelphia 76'ers í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Hann tók bannið út í sjötta leik liðanna sem fram fór í nótt en úrslit hans má sjá á mbl.is.

Howard gaf Samuel Dalembert , miðherja 76'ers, olnbogaskot sem dómarar leiksins sáu ekki nógu vel en aganefnd NBA fór yfir atvikið á myndbandi og úrskurðaði Howard í leikbann. Óvíst er að liðsfélagi Howards hjá Orlando , bakvörðurinn Courtney Lee , verði meira með í úrslitakeppninni en hann fékk olnboga Howards í höfuðið í baráttu undir körfunni.

Á sta Árnadóttir , landsliðskona í knattspyrnu, lagði upp tvö síðari mörk Tyresö þegar liðið vann Danmark , 4:1, á útivelli í sænsku 1. deildinni í knattspyrnu. Tyresö er þar með búið að vinna tvo fyrstu leiki sína, báða með þriggja marka mun, og er á toppi norðurriðils deildarinnar ásamt Kvarnsveden en eitt lið fer upp í úrvalsdeildina úr hvorum riðli.

Meiðsli eru enn að hrella leikmenn enska knattspyrnuliðsins Arsenal. Tveir hafa nú bæst á sjúkralistann hjá Lundúnaliðinu en þeir Eduardo og Mikael Silvestre eru meiddir í nára og verða ekki með liðinu þegar það mætir Portsmouth á Fratton Park á morgun og óvíst er hvort þeir verða klárir í slaginn þegar Arsenal tekur á móti Manchester United í seinni undanúrslitaleiknum í Meistaradeildinni næsta þriðjudagskvöld.