Pálmi Haraldsson
Pálmi Haraldsson
Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkti í gær að taka Fons, eignarhaldsfélag Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, til gjaldþrotaskipta. Fons hefur verið atkvæðamikið í íslensku viðskiptalífi undanfarin ár.

Héraðsdómur Reykjavíkur samþykkti í gær að taka Fons, eignarhaldsfélag Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar, til gjaldþrotaskipta.

Fons hefur verið atkvæðamikið í íslensku viðskiptalífi undanfarin ár. Auk Securitas og Plastprents á Fons hlut í bresku leikfangaversluninni Hamleys og norrænu ferðaskrifstofunni Ticket.

„Þetta er auðvitað mikið áfall,“ segir Pálmi en vill að öðru leyti lítið tjá sig um stöðu félagsins.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru eignir félagsins metnar á tíu til tólf milljarða. Þar af eru fjórir milljarðar í reiðufé. Skuldirnar nema hins vegar um tuttugu milljörðum. Viðskiptabankarnir þrír eru stærstu kröfuhafar. bjorgvin@mbl.is