Frjálslyndir Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi var viðstaddur.
Frjálslyndir Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi var viðstaddur. — Morgunblaðið/Heiddi
ENGAR ályktanir voru gerðar á miðstjórnarfundi Frjálslynda flokksins sem fram fór í gær. Væntanlega verður annar miðstjórnarfundur haldinn eftir mánuð eða svo, að sögn Magnúsar Reynis Guðmundssonar, framkvæmdastjóra flokksins.

ENGAR ályktanir voru gerðar á miðstjórnarfundi Frjálslynda flokksins sem fram fór í gær. Væntanlega verður annar miðstjórnarfundur haldinn eftir mánuð eða svo, að sögn Magnúsar Reynis Guðmundssonar, framkvæmdastjóra flokksins.

Á fundinum var rætt um stöðu flokksins og stjórnmálanna að loknum kosningum. Fram hefur komið að Magnús Þór Hafsteinsson, fyrrverandi varaformaður Frjálslyndra, vill að flokksmönnum gefist færi á að endurmeta forystuna á landsþingi. Á miðstjórnarfundinum var hins vegar ákveðið að boða ekki til landsþings. halldorath@mbl.is