Hljómar Gunnar Þórðarson og Engilbert Jensen renndu í gegnum nokkur lög Hljóma á æfingu á fimmtudaginn en fjöldi tónlistarmanna heiðrar Rúnar Júlíusson í Höllinni annað kvöld.
Hljómar Gunnar Þórðarson og Engilbert Jensen renndu í gegnum nokkur lög Hljóma á æfingu á fimmtudaginn en fjöldi tónlistarmanna heiðrar Rúnar Júlíusson í Höllinni annað kvöld. — Morgunblaðið/Kristinn
MINNINGARTÓNLEIKAR um tónlistarmanninn Rúnar Júlíusson fara fram annað kvöld eins og margoft hefur komið fram. Uppselt er á tónleikana sem hefjast kl.
MINNINGARTÓNLEIKAR um tónlistarmanninn Rúnar Júlíusson fara fram annað kvöld eins og margoft hefur komið fram. Uppselt er á tónleikana sem hefjast kl. 20 en miðað við alla þá tónlistarmenn sem fram koma í Höllinni mætti halda að tónleikunum lyki ekki fyrr en á hádegi daginn eftir. Meðlimir Hljóma komu saman á fimmtudaginn og renndu í gegnum sitt prógramm en auk þeirra munu þessir listamenn heiðra minningu Rúnars Júlíussonar: Áhöfnin á Halastjörnunni, Bjartmar Guðlaugsson, Björgvin Halldórsson, Buff (Lónlí blú bojs syrpa), Deep Jimi and the Zep Creams, Eiríkur Hauksson (GCD syrpa), Hjaltalín, Jóhann Helgason, Karlakór Keflavíkur, Krummi, KK, Lifun, Páll Óskar, Unun & Helgi Björns, Sálin hans Jóns míns, Shady Owens, Stuðmenn og meðlimir úr Trúbrot. Sérstakir gestir eru svo Baldur og Júlíus synir Rúnars, María Baldursdóttir og barnabörn Rúnars.