Umsvif Byrjað er á sökklum vegna stækkunar dvalarheimilisins Jaðars.
Umsvif Byrjað er á sökklum vegna stækkunar dvalarheimilisins Jaðars. — Morgunblaðið/Alfons
Eftir Alfons Finnsson Ólafsvík | Þrátt fyrir krepputal í landsfjölmiðlum og slæmt ástand á suðvesturhorni landsins er ekki að sjá að samdráttur sé í Snæfellsbæ.

Eftir Alfons Finnsson

Ólafsvík | Þrátt fyrir krepputal í landsfjölmiðlum og slæmt ástand á suðvesturhorni landsins er ekki að sjá að samdráttur sé í Snæfellsbæ. Víða eru miklar framkvæmdir í gangi í sveitarfélaginu, annaðhvort verið að byrja byggingarframkvæmdir eða huga að undirbúningi. Í síðustu viku var hafist handa við að steypa sökkul undir nýtt 600 ferm. húsnæði björgunarsveitarinnar Lífsbjargar í Snæfellsbæ sem verður við höfnina í Rifi og í Ólafsvík eru hafnar framkvæmdir við stækkun dvalar- og hjúkrunarheimilisins Jaðars en eins og kunnugt er verður Jaðar stækkaður um 1.105 ferm., samkvæmt útboðsgögnum á því verki að vera lokið hinn 1. júlí á næsta ári.