Brattar Heba og Linda.
Brattar Heba og Linda.
BRETTAFÉLAG Íslands, sem m.a. hefur hjólabrettaiðkun á sínum snærum, stendur fyrir sérstöku átaki nú um helgina og snýst það um að fá fleiri stelpur til að skella sér á brettin.
BRETTAFÉLAG Íslands, sem m.a. hefur hjólabrettaiðkun á sínum snærum, stendur fyrir sérstöku átaki nú um helgina og snýst það um að fá fleiri stelpur til að skella sér á brettin. Nú er vor í lofti og gósentíð slíkra æfinga að ganga í garð og vill Linda Björk Sumarliðadóttir, formaður félagsins, eindregið hvetja kynsystur sínar til að kýla á það og mæta á brettavöllinn sem er á horni Vesturgötu og Seljavegar. „Við hvetjum stelpur til að koma í parkið og koma út að skeita. Það hefur ekki verið mikið af stelpum í þessu, þær eru svolítið feimnar,“ segir Linda m.a. í spjalli við Morgunblaðið. Herlegheitin fara fram á morgun, laugardag, kl. 18 og því ráð að pússa brettið upp, fægja það og bóna í dag. | 32.

Leiðrétting 2. maí

Í baksíðutilvísun í blaði gærdagsins mátti skilja sem svo að sérstakur hjólabrettaviðburður, ætlaður stelpum, færi fram um þessa helgi. Það rétta er hins vegar að hann fer fram um næstu helgi, nánar tiltekið laugardaginn 9. maí. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á mistökunum.