Chrysler Búist er við að Chrysler fari fram á greiðslustöðvun á næstunni.
Chrysler Búist er við að Chrysler fari fram á greiðslustöðvun á næstunni.
Fátt getur komið í veg fyrir að bandaríski bílrisinn Chrysler fari fram á greiðslustöðvun eftir að viðræður við lánardrottna og fulltrúa bandaríska fjármálaráðuneytisins fóru út um þúfur í gær.

Fátt getur komið í veg fyrir að bandaríski bílrisinn Chrysler fari fram á greiðslustöðvun eftir að viðræður við lánardrottna og fulltrúa bandaríska fjármálaráðuneytisins fóru út um þúfur í gær.

Að sögn fjölmiðla féllust lánardrottnar, þar á meðal nokkrir vogunarsjóðir, ekki á tillögur fjármálaráðuneytisins um hvernig lækka mætti skuldir bílrisans. Mun þeim hafa þótt afskriftirnar fullmiklar.

Fyrir niðurfellingu 6,9 milljarða skulda mun ráðuneytið hafa boðið lánardrottnum 2,25 milljarða dollara. Er það mun hærra en fyrra boð sem hljóðaði upp á aðeins 250 milljónir dollara. Eftir að hafa fengið 90 mínútna frest til að taka boðinu eða hafna valdi meirihluti 45 banka og vogunarsjóða seinni kostinn.

Haft er eftir embættismönnum í Hvíta húsinu að afgreiða megi gjaldþrotamál Chrysler á næstu vikum fyrir dómstólum.