Enginn kvíði Hægt er að æfa sig í að vera góður ræðumaður.
Enginn kvíði Hægt er að æfa sig í að vera góður ræðumaður.
Sumir þurfa reglulega að tjá sig opinberlega vinnu sinnar vegna og aðrir ef til vill bara í brúðkaupum og öðrum stórveislum.

Sumir þurfa reglulega að tjá sig opinberlega vinnu sinnar vegna og aðrir ef til vill bara í brúðkaupum og öðrum stórveislum. Í hvaða tilfelli sem er getur slíkt valdið fólki áhyggjum, en námskeiðið Að tjá sig án kvíða miðar að því að æfa aðferðir til að draga úr slíkum sviðsskrekk ef svo má segja.

Að bæta framsögn og hljóm

Námskeiðið er haldið á vegum Starfsmenntar fræðsluseturs en með umsjón fer Margrét Pétursdóttir leikkona. Markmið þess er að fólk æfist í að tala skýrt og láta röddina hljóma, að læra aðferðir til að vinna bug á stressi og þekkja sín viðbrögð, að læra að tala við áheyrendur en ekki til þeirra og að öðlast meira öryggi í málflutningi.