Þór Saari
Þór Saari
„ÞAÐ er alrangt að við þingmenn Borgarahreyfingarinnar viljum Þráin [Bertelsson] úr hreyfingunni, eins og gefið hefur verið í skyn á vefnum í dag (í gær),“ sagði Þór Saari, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, í samtali við Morgunblaðið í gær.

„ÞAÐ er alrangt að við þingmenn Borgarahreyfingarinnar viljum Þráin [Bertelsson] úr hreyfingunni, eins og gefið hefur verið í skyn á vefnum í dag (í gær),“ sagði Þór Saari, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, í samtali við Morgunblaðið í gær.

Deilur hafa verið innan þingflokks Borgarahreyfingarinnar á milli Margrétar Tryggvadóttur, Birgittu Jónsdóttur og Þórs annars vegar og Þráins Bertelssonar hins vegar. Deilur hafa magnast innan þingflokksins frá því Margrét, Þór og Birgitta greiddu atkvæði gegn aðild að Evrópusambandinu. Þráinn sagði það gegn yfirlýstri stefnu hreyfingarinnar og afstaða þingmannanna væri vonbrigði.

Þá hafa þingmenn einnig deilt um afstöðu í Icesave-málinu. Þór segir fullan sáttavilja vera innan hreyfingarinnar og að hún sé ekki við það að liðast í sundur eins og haldið hefur verið fram. „Þvert á móti er vilji til þess að ræða málin. Hins vegar er brýnt að við þingmenn séum með hugann við það sem máli skiptir núna og það er Icesave-málið,“ sagði Þór Saari.

Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í Þráin Bertelsson í gær. magnush@mbl.is