Stargate Frábær mynd.
Stargate Frábær mynd.
ÞAÐ er alkunna að lélegar bíómyndir geta verið heillandi rannsóknarefni og ekki síður áleitnar en þær vel heppnuðu. Sá er þetta ritar hefur hins vegar tiltölulega nýlega uppgötvað sérlega áhugaverðan og fágætan flokk kvikmynda.

ÞAÐ er alkunna að lélegar bíómyndir geta verið heillandi rannsóknarefni og ekki síður áleitnar en þær vel heppnuðu. Sá er þetta ritar hefur hins vegar tiltölulega nýlega uppgötvað sérlega áhugaverðan og fágætan flokk kvikmynda. Um er að ræða myndir sem ákveðinn félagsskapur manna í Reykjavík nefnir sín á milli góðar lélegar myndir. Flestar kvikmyndir eru annað hvort góðar, lélegar eða feta milliveginn þar á milli og falla í hvorugan flokkinn (dæmi: Flestar myndir með Nicholas Cage). Fjársjóðurinn liggur þó í myndum sem eru hvort tveggja lélegar og góðar. Einkenni slíkra mynda er oft að hugmyndin að baki þeim er ákaflega snjöll en útfærslan léleg og handritið tiltölulega heimskulegt.

Í rannsókn okkar hefur ein mynd staðið upp úr, er sumsé lélagasta góða myndin eða besta lélega myndin, og það er kvikmyndin Stargate frá árinu 1994. Í aðalhlutverkum eru Kurt Russel og James Spader, sem er mun geðþekkari í þessari kvikmynd, sem sérfræðingur í fornegypskum fræðum en í hlutverki sínu í pirrandi lögfræðiþáttunum á Skjá einum. Sá er þetta ritar hvetur alla til að kynna sér þessa frábæru lélegu góðu kvikmynd.

Halldór Armand Ásgeirsson

Höf.: Halldór Armand Ásgeirsson