Hugðarefni Ráðstefna verður haldin um íslenska stærðfræði.
Hugðarefni Ráðstefna verður haldin um íslenska stærðfræði.
Íslenska stærðfræðafélagið var stofnað árið 1947 en tilgangur þess er sá að stuðla að samstarfi og kynnum þeirra manna hér á landi sem lokið hafa háskólaprófi í stærðfræðilegum greinum.

Íslenska stærðfræðafélagið var stofnað árið 1947 en tilgangur þess er sá að stuðla að samstarfi og kynnum þeirra manna hér á landi sem lokið hafa háskólaprófi í stærðfræðilegum greinum. Félagið heldur fundi þar sem einstakir félagsmenn skýra frá athugunum sínum á stærðfræðilegum viðfangsefnum, og skulu umræður um efnið fara fram, ef þess er óskað. Stofnfélagar voru 15 talsins en félagið hlaut ekki nafn fyrr en rúmum fjórum árum síðar og eru félagsmenn á annað hundrað talsins í dag. Helgina 18.-20. september verður fimmta ráðstefna Íslenska stærðfræðafélagsins haldin undir yfirskriftinni Stærðfræði á Íslandi. Þar verða haldnir margs konar fyrirlestrar er varða hugðarefni félagsmanna.