Lestur Það getur hjálpað að vera vel skipulagður við námið.
Lestur Það getur hjálpað að vera vel skipulagður við námið.
Þegar mikið er að gera í skólanum getur verið mikilvægt að skipuleggja sig vel því það getur verið ansi tímafrekt að þurfa að leita að réttu glósunum eða réttu ritgerðinni.

Þegar mikið er að gera í skólanum getur verið mikilvægt að skipuleggja sig vel því það getur verið ansi tímafrekt að þurfa að leita að réttu glósunum eða réttu ritgerðinni. Fyrir þá sem hafa ánægju af góðu skipulagi og vilja hafa námsefnið á ákveðnum stað er tilvalið að litamerkja allt námsefnið. Þá er valinn einn litur fyrir hvert fag og möppur og aðrar skólavörur keyptar í þeim tiltekna lit. Þannig er auðvelt að halda glósum til haga í réttum möppum og auðvelt að finna öllu stað.

Sömu hugmyndina má svo nota í tímastjórnun og sérstaklega í dagbókina sem hefur að geyma upplýsingar um verkefnaskil og fleira. Þannig má kaupa penna í mismunandi litum eða jafnvel límmiða í mismunandi litum. Þá mætti til dæmis líma rauðan límmiða, ef rauður merkir stærðfræði, í dagbókina viku áður en skila á stóru verkefni. Þannig er auðvelt að sjá hvenær skilafrestur er eða lokapróf í ákveðnu fagi.

Hins vegar er mjög einstaklingsbundið hvernig kerfi hentar hverjum og einum. Að nýta sér kerfi með lit og límmiðum getur verið áhrifaríkt því það er svo áberandi og lítil hætta á að stór rauður límmiði fari fram hjá manni.