Banaslys Umferðarmenningin í Frakklandi hefur batnað og banaslys voru færri í júlí en frá því mælingar hófust.
Banaslys Umferðarmenningin í Frakklandi hefur batnað og banaslys voru færri í júlí en frá því mælingar hófust. — Morgunblaðið/Júlíus
UMFERÐARMENNINGIN hefur batnað ár frá ári í Frakklandi samkvæmt ýmsum mælikvörðum. Mest um verð þykir fækkun banaslysa á vegum landsins en í júlí innan við 400 manns bana og hefur talan ekki verið lægri fyrir júlímánuð frá því mælingar hófust.

UMFERÐARMENNINGIN hefur batnað ár frá ári í Frakklandi samkvæmt ýmsum mælikvörðum. Mest um verð þykir fækkun banaslysa á vegum landsins en í júlí innan við 400 manns bana og hefur talan ekki verið lægri fyrir júlímánuð frá því mælingar hófust.

Samkvæmt gögnum umferðaröryggisstofnunar franska ríkisins voru dauðsföll í umferðinni 389 í júlí. Er það 6,5% lækkun frá sama mánuði í fyrra er þau voru 416. Þá slösuðust 7.911 manns, sem er 10% fækkun frá í fyrra er 8.784 meiddust.

Samkvæmt hefðinni er júlí einn mannskæðasti mánuður ársins í vegakerfinu er franskar fjölskyldur streyma úr þéttbýli í sumarleyfi úti á landsbyggðinni eða við strendur landsins.

Um 13.000 lögreglumenn hafa verið við umferðareftirlit á helstu sumarleyfisleiðum í þeim tilgangi að greiða fyrir umferð og halda spekt á vegunum auk þess að letja ökumenn frá hraðakstri.