Mikilvægt Útlit og skipulagning verslunar hefur mikið að segja.
Mikilvægt Útlit og skipulagning verslunar hefur mikið að segja.
Kaup/kaupmennska er eitt þeirra námskeiða sem í borði verða hjá símenntun Háskólans á Bifröst næstkomandi skólarár.

Kaup/kaupmennska er eitt þeirra námskeiða sem í borði verða hjá símenntun Háskólans á Bifröst næstkomandi skólarár. Umsjón með námskeiðinu hefur Jóhann Berg Kjartansson, en meginmarkmið þess er að kynna nemendum þær aðferðir sem notaðar eru til að hafa áhrif á ímynd verslunar og hvaða möguleikar eru fyrir hendi til að hafa áhrif á hegðun og innkaup viðskiptavinarins.

Söluvél sem þarf að stilla

Til að ná þessu markmiði eru nemendur fengnir til að líta á búðina sem eins konar söluvél sem þurfi að stilla með reglubundnum hætti. Þá er

lögð áhersla á að nemendur sjái mikilvægi þess að sú mynd sem fyrirtækið vill sýna sé einnig sú ímynd sem viðskiptavinurinn hefur af versluninni. Við lok áfangans er nemendum ætlað að geta gert grein fyrir mikilvægi þess að fyrirtækið hafi framtíðarsýn og heildarmynd sem hægt er að vinna eftir. Að kunna skil á þeim þáttum sem innrétting verslunarinnar hefur á þá ímynd sem viðskiptavinurinn hefur á búðinni svo og hegðun viðskiptavinarins, þekkja þau fræði sem eru notuð til að skipuleggja vöruúrval og staðsetningu vara, þekkja undirstöðureglur vöruuppstillinga og geta gert grein fyrir mikilvægi auglýsinga og söluherferða og þeim fræðum sem liggja að baki þeim.

Verkefnavinna og lokapróf

Engar forkröfur eru gerðar til nemenda, en námskeiðið stendur í sex vikur með að meðaltali tveimur fyrirlestrum á viku. Námsmat samanstendur af verkefnavinnu og skriflegu lokaprófi. Allar nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu Háskólans í Bifröst.