Susan Landale
Susan Landale
EINN fremsti konsertorganisti heims, Susan Landale, leikur á lokatónleikum Alþjóðlegs orgelsumars í Hallgrímskirkju á sunnudag kl. 17. Landale er skosk að uppruna en er búsett í Frakklandi. Eftir hana liggur fjöldi upptaka sem hlotið hafa mikið lof.
EINN fremsti konsertorganisti heims, Susan Landale, leikur á lokatónleikum Alþjóðlegs orgelsumars í Hallgrímskirkju á sunnudag kl. 17. Landale er skosk að uppruna en er búsett í Frakklandi. Eftir hana liggur fjöldi upptaka sem hlotið hafa mikið lof. Hún er einnig mjög virtur kennari og er nú prófessor við Konunglega tónlistarháskólann í London. Susan Landale er reglulegur gestur Alþjóðlegs orgelsumars í Hallgrímskirkju og mikill fengur að fá hana hingað til lands. Á efnisskránni eru verk eftir Bach, Mendelssohn, Brahms, Samuel S. Wesley og Petr Eben.