Hlynur Geir Hjartarson
Hlynur Geir Hjartarson
FIMM íslenskir kylfingar hófu leik á opna finnska áhugamannamótinu í golfi í gær og léku flestir með miklum ágætum. Hlynur Geir Hjartarson úr GK lék manna best, en hann lauk leik á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari vallarins og er í 4. til 11.

FIMM íslenskir kylfingar hófu leik á opna finnska áhugamannamótinu í golfi í gær og léku flestir með miklum ágætum.

Hlynur Geir Hjartarson úr GK lék manna best, en hann lauk leik á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari vallarins og er í 4. til 11. sæti, en sá sem lék best er á fimm höggum undir pari.

Alfreð Brynjar Kristinsson úr GR lék á pari og er í 18. til 24. sæti og eru þeir báðir fyrir ofan strik hvað varðar að komast áfram en um 40 komast áfram á þriðja og síðasta hring eftir morgundaginn. Ólafur Björn Loftsson úr NK náði sér ekki á strik í gær og lék á fjórum höggum yfir pari og þarf að bæta sig til að komast áfram á lokahringinn á laugardaginn. 93 kylfingar eru í karlaflokki en hjá konunum eru 36 keppendur og verður þeim fækkað í 18 eða því sem næst eftir tvo daga.

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni lék í gær á fjórum höggum yfir pari vallarins og er í 12. til 15. sæti en Eygló Myrra Óskarsdóttir úr Oddi lék á fimm höggum yfir pari og er í 16. til 20. sæti. Sú sem lék best í gær lék á tveimur undir pari. skuli@mbl.is