Verðandi MR-ingur Jóhanna er búin að kaupa bækur og er til í slaginn.
Verðandi MR-ingur Jóhanna er búin að kaupa bækur og er til í slaginn. — Morgunblaðið/Ómar
Jóhanna Ásgeirsdóttir mun hefja nám í Menntaskólanum í Reykjavík nú í haust en hún segir ákvörðunina hafa verið frekar erfiða þar sem hún var mitt á milli þess að velja Menntaskólann við Reykjavík eða Menntaskólann við Hamrahlíð.

Jóhanna Ásgeirsdóttir mun hefja nám í Menntaskólanum í Reykjavík nú í haust en hún segir ákvörðunina hafa verið frekar erfiða þar sem hún var mitt á milli þess að velja Menntaskólann við Reykjavík eða Menntaskólann við Hamrahlíð.

Líst vel á félagslífið

„Bæði áhugasvið mitt og vinahópurinn skiptist í tvær áttir sem gerði valið erfitt. Að lokum ákvað ég samt að fara í MR og þar hafði bekkjarkerfið talsvert að segja. Ég er að fara á náttúrufræðibraut og það verður örugglega meira að gera en í grunnskóla þar sem maður hefur heyrt að MR sé krefjandi. Ég fór að kaupa mér bækur nýlega en það er allt að klárast á skiptibókamörkuðum og ég þarf þess vegna að fara fleiri ferðir. Mér líst vel á félagslífið í MR eins og Herranótt og væri til í að taka þátt í einhverju þar ef það verður ekki of mikið að gera í heimanáminu,“ segir Jóhanna.