Lærdómur Við Háskóla Íslands er námsúrvalið fjölbreytt og margt skemmtilegt í boði.
Lærdómur Við Háskóla Íslands er námsúrvalið fjölbreytt og margt skemmtilegt í boði. — Morgunblaðið/Eggert
Innan Háskóla Íslands eru fimm fræðasvið og deildir skólans eru 25 talsins. Í skólanum geta nemendur valið úr fjölbreyttu námi á öllum stigum bæði í grunn- og framhaldsnámi svo og endurmenntun. Sameining þriggja skóla Háskóli Íslands var stofnaður 17.

Innan Háskóla Íslands eru fimm fræðasvið og deildir skólans eru 25 talsins. Í skólanum geta nemendur valið úr fjölbreyttu námi á öllum stigum bæði í grunn- og framhaldsnámi svo og endurmenntun.

Sameining þriggja skóla

Háskóli Íslands var stofnaður 17. júní árið 1911, á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar forseta, og var fyrstu 29 árin til húsa í Alþingishúsinu við Austurvöll. Við stofnun Háskóla Íslands voru Prestaskólinn, Læknaskólinn og Lagaskólinn sameinaðir og mynduðu hver sína deild skólans, auk þess sem heimspekideild var bætt við. Síðastliðið starfsár stunduðu á fjórtánda þúsund nemenda nám við skólann.

Hefðbundið og nýjungar í bland

Meðal nýstárlegs náms innan háskólans má nefna námsbraut í lýðheilsuvísindum. Námið er þverfræðilegt framhaldsnám sem miðar að aukinni þekkingu á heilsu og heilsueflandi aðgerðum. Leitast er við að svara nokkrum mikilvægustu spurningum samfélagsins eins og hvernig er heilsan? og hvers vegna líður okkur svona? Breidd Háskóla Íslands og fjöldi fræðasviða gerir nemendum kleift að velja úr miklum fjölda valnámskeiða og móta þannig námið í átt að sínu áhugasviði. Einnig eiga nemendur þess kost að taka námskeið við erlenda samstarfsháskóla og stunda rannsóknir á eigin vinnustöðum eða við innlendar samstarfsstofnanir.