Það getur verið erfitt að byrja í nýjum skóla, hvort sem er fyrir unga nemendur eða jafnvel fullorðinn nemanda. Góð leið til að kynnast samnemendum sínum er að taka þátt í félagslífinu, þó vissulega megi það aldrei hafa áhrif á námið.
Það getur verið erfitt að byrja í nýjum skóla, hvort sem er fyrir unga nemendur eða jafnvel fullorðinn nemanda. Góð leið til að kynnast samnemendum sínum er að taka þátt í félagslífinu, þó vissulega megi það aldrei hafa áhrif á námið. Í flestum skólum er aragrúi af alls kyns tómstundastarfi svo allir ættu að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi. Þar má til að mynda nefna kórstarf sem er jafnan líflegt og skemmtilegt en kórar eru starfræktir í grunnskólum, framhaldsskólum og háskólum. Eins er hægt að bjóða sig fram í alls kyns nefndir og taka þátt í að móta starfið í viðkomandi skóla, sem er örugg leið til að kynnast fólki. Það er um að gera að láta feimnina ekki stöðva sig og njóta lífsins á nýjum stað.