Í skólanum Stundum getur verið ógnvænlegt að vera einn í skólanum og gott að fá hjálp eldri nemanda til að draga dálítið úr hræðslunni.
Í skólanum Stundum getur verið ógnvænlegt að vera einn í skólanum og gott að fá hjálp eldri nemanda til að draga dálítið úr hræðslunni. — Morgunblaðið/Ásdís
Það verður að viðurkennast að það getur stundum virst örlítið ógnvænlegt að fara skólann, sérstaklega ef maður er lítill og feiminn og sér stærri krakka hvert sem litið er.
Það verður að viðurkennast að það getur stundum virst örlítið ógnvænlegt að fara skólann, sérstaklega ef maður er lítill og feiminn og sér stærri krakka hvert sem litið er. Ef börnin lýsa yfir einhvers konar feimni eða hræðslu við að fara í skólann þá er mikilvægt að vinna úr því sem fyrst. Til að byrja með þarf að komast að því hver vandinn er og ef hann tengist almennri feimni þá ætti að vera lítið mál að leysa úr því. Ef barnið á eldra systkini væri hægt að fá það til að aðstoða, til að ganga með barninu um skólann og sýna því hvar allt er og hverjir allir eru. Ekki væri verra ef hægt væri að kynna barnið fyrir einhverjum af stóru krökkunum, sem vafalaust minnkar hræðsluna eilítið. Ef ekkert eldra systkini er til staðar er tilvalið að leita til eldri vina, frændsystkina eða nágranna en kannski væri ráðlagt að halda því frá barninu að þetta sé greiðasemi. Annars getur barnið fengið þá tilfinningu að eitthvað sé að því eða að það þurfi á hjálp að halda þegar þetta er kannski bara ósköp eðlileg feimni sem þarf að yfirstíga.