Húsið Skemmdarvargar hafa nú skipt yfir í lakk við iðju sína.
Húsið Skemmdarvargar hafa nú skipt yfir í lakk við iðju sína. — Morgunblaðið/Magnús Bergmann
Eftir Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur og Halldór Armand Ásgeirsson RAUÐU lakki var í fyrrinótt skvett á hús Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings. Húsið stendur við Hlyngerði.

Eftir Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur og

Halldór Armand Ásgeirsson

RAUÐU lakki var í fyrrinótt skvett á hús Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings. Húsið stendur við Hlyngerði. Hús Karls Wernerssonar, stjórnarformanns Milestone, við Engihlíð hlaut sömu útreið.

Þetta er í annað skipti á stuttum tíma sem hús Hreiðars verður fyrir slíkum skemmdarverkum að næturþeli. Skemmdarverk af þessum toga hafa færst í aukana að undanförnu og bankamenn, útrásarvíkingar og fólk í ál- og orkugeiranum hafa að undanförnu orðið fyrir barðinu á skemmdarvörgum sem kjósa að sýna hug sinn í verki með þessum hætti. Lögregla gat lítið gefið upp um hvort hún væri með sérstakan viðbúnað gegn skemmdarvörgunum og hvort vitað væri hverjir væru þarna á ferð. „Þessi mál eru enn öll á rannsóknarstigi hjá lögreglu og lítið annað hægt að segja um þau að svo stöddu,“ sagði Kristján Ólafur Guðnason aðstoðaryfirlögregluþjónn.