Samvinna Unglingarnir kjósa gjarnan að læra nokkrir saman.
Samvinna Unglingarnir kjósa gjarnan að læra nokkrir saman.
Unglingar geta verið dyntóttir en oft þarf einfaldlega að nálgast þá á réttan hátt. Foreldrar vilja fylgjast með námsárangri barna sinna og þetta breytist ekki eftir því sem þau eldast.

Unglingar geta verið dyntóttir en oft þarf einfaldlega að nálgast þá á réttan hátt. Foreldrar vilja fylgjast með námsárangri barna sinna og þetta breytist ekki eftir því sem þau eldast. Spyrðu unglinginn frekar hvort allt gangi ekki vel í staðinn fyrir að spyrja hvort hann sé búinn að læra heima eða hvort hann sé tilbúinn fyrir próf. Þannig gætir þú gefið í skyn að hún eða hann hafi ekki verið nógu dugleg/ur þegar þú vilt einungis sýna stuðning.

Reglulegt spjall

Nóg er að gera í dagsins önn og eftir vinnu, skóla og tómstundir koma flestir heim þreyttir. Þá er gott að fara yfir daginn í rólegheitum við matarborðið eða bara njóta þess að slaka á fyrir framan sjónvarpið ef allir eru of þreyttir til að spjalla. Finndu þá frekar rólegan tíma yfir helgi til að spjalla öðru hvoru við unglinginn og bjóða honum aðstoð við námið ef þörf krefur. Fyrir framhaldsskólanema er einnig stoðkennsla víða í boði sem eldri nemendur sjá um en eldri systkini geta líka oft hjálpað mikið til og eiga ef til vill auðveldara með það en foreldrarnir þar sem styttra er síðan þeir lærðu námsefnið.