Slekkurðu á útvarpinu þegar ástarlögin hljóma? Sendirðu fyrrverandi stanslaust sms og tölvupóst? Ertu að því komin/kominn að njósna um ferðir hans/hennar? Æfirðu stöðugt í huganum hvað þú myndir segja ef þú rækist á hann/hana af tilviljun?

Slekkurðu á útvarpinu þegar ástarlögin hljóma? Sendirðu fyrrverandi stanslaust sms og tölvupóst? Ertu að því komin/kominn að njósna um ferðir hans/hennar? Æfirðu stöðugt í huganum hvað þú myndir segja ef þú rækist á hann/hana af tilviljun? Og ef það gerist fer allt í handaskolum, þú segir ranga hluti og endar á barmi taugaáfalls?

Vanti þig hjálp við að vinna hjarta þíns eða þinnar fyrrverandi aftur er lausnina hugsanlega að finna á vefnum wantmyexbacknow.com (ég vil minn/mína fyrrverandi aftur ekki seinna en strax). Þar er kynnt bókin The Magic of Making up. Höfundurinn, T.W. Jackson, er fyrrverandi hermaður sem býr yfir ýmsum kænskubrögðum.

Jackson fullyrðir að næstum öllum samböndum sé hægt að bjarga. Aðeins þurfi að nálgast viðfangsefnið á ákveðinn hátt: Með því að vera með pottþétta áætlun. Fyrsta skrefið sé að koma sjálfri þér/sjálfum þér í jafnvægi. Það er ekkert sérlega aðlaðandi að bresta í grát eða hrópa í hvert sinn sem sá eða sú fyrrverandi birtist. Hitt sé síðan barnaleikur.