[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Ásta Árnadóttir , landsliðskona í knattspyrnu og leikmaður Tyresö í Svíþjóð , er meðal annars þekkt fyrir löng innköst sem hún tekur með því að fara í kraftstökk.
Á sta Árnadóttir , landsliðskona í knattspyrnu og leikmaður Tyresö í Svíþjóð , er meðal annars þekkt fyrir löng innköst sem hún tekur með því að fara í kraftstökk. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA , er búið að setja inn á heimasíðu sína myndband þar sem Ásta sýnir hvernig hún tekur innköstin.

Á heimasíðu UEFA má einnig sjá viðtal við Margréti Láru Viðarsdóttur þar sem hún ræðir um EM í Finnlandi og segir þar meðal annars: „ Liðið, starfsfólk KSÍ og allt landið bíða bara eftir mótinu í Finnlandi. Þetta hefur verið erfitt ár fyrir Ísland, efnahagsmálin eru í lamasessi og því viljum við færa þjóðinni eitthvað jákvætt og við vitum að við höfum stuðning allra. Við erum mjög spenntar .“

F abio Cannavaro, fyrirliði heimsmeistara Ítala í knattspyrnu, sló landsleikjamet fyrir Ítalíu í fyrrakvöld þegar Ítalía og Sviss gerðu markalaust jafntefli í Basel . Cannavaro lék sinn 127. landsleik en fyrir leikinn deildi hann metinu með goðsögninni Paolo Maldini . ,, Það er mikill heiður að spila í þessari skyrtu og það einu sinni og það er draumur allra frá því á unga aldri að spila fyrir sína þjóð ,“ sagði Cannavaro við fréttamenn eftir leikinn.

Hvít-Rússinn Aliaksandr Hleb sem er kominn til þýska liðsins Stuttgart í láni frá Evrópu- og Spánarmeisturum Barcelona viðurkennir að það hafi verið mistök hjá sér að yfirgefa Arsenal síðastliðið sumar. ,,Að sjálfsögðu sé ég eftir því að hafa farið frá Arsenal. Ég spilaði í hverri viku með einu mest spennandi liði í Evrópu, liði sem var alltaf í hópi fjögurra efstu liða í ensku úrvalsdeildinni og var í Meistaradeildinni ,“ sagði Hleb í viðtali við sjónvarpsstöðina ESPN en hann fékk fá tækifæri með Börsungum á síðustu leiktíð.

Nemanja Matic , ungur miðvallarleikmaður frá Serbíu , gengur í dag í raðir Chelsea frá MFK Kosice , standist hann læknisskoðun. Er kaupverðið sagt fimm milljónir punda og gerir Matic fjögurra ára samning við félagið. Þó er búist við að Matic verði lánaður aftur til Kosice út næstu leiktíð.