Áhugi Hjálpaðu barninu að læra heima og hvettu það áfram.
Áhugi Hjálpaðu barninu að læra heima og hvettu það áfram. — © Royalty-Free/Corbis
Námsefni barnanna er sjaldnast það sama og foreldrarnir hafa þurft að glíma við enda breytist efnið reglulega eða er uppfært.

Námsefni barnanna er sjaldnast það sama og foreldrarnir hafa þurft að glíma við enda breytist efnið reglulega eða er uppfært. Það getur því valdið foreldrum hugarangri hvernig þeir eiga að hjálpa barninu, til dæmis með stærðfræði sem þeir kannast ekki við úr barnæsku. Ekki þarf þó að örvænta því til eru ýmsar leiðir til að hvetja barnið þó svo að foreldrið viti ekki upp á hár til hvers er ætlast.

Jákvætt hugarfar

Farðu yfir leiðbeiningarnar með barninu og finndu út hvað það er sem barnið skilur og skilur ekki. Hvettu barnið til að hafa samband við bekkjarfélaga og ræða verkefnið og það sem kennt hefur verið í sambandi við það eða læra saman. Spyrðu barnið síðan hvar það telji sig eiga að byrja og hvort finna megi eitthvað í glósum eða öðrum verkefnum til að auðvelda sér verkið. Mikilvægt er að þó að barninu kunni að þykja verkefnið erfitt sýni foreldrið áhuga og vilja í verki. Það ýtir undir jákvæðan vilja barnsins til að leysa verkefni þó þau séu ekki endilega í uppáhaldi.