Virtur Les Paul með einn af gíturum sínum, sem slógu í gegn meðal gítarleikara.
Virtur Les Paul með einn af gíturum sínum, sem slógu í gegn meðal gítarleikara. — Reuters
GÍTARLEIKARINN og frumkvöðullinn Lester William Polsfuss, betur þekkur sem Les Paul, lést í New York í gær, 94 ára að aldri. Gibson Les Paul-rafgítarinn, einn þekktasti gítar veraldar, er nefndur eftir Paul.

GÍTARLEIKARINN og frumkvöðullinn Lester William Polsfuss, betur þekkur sem Les Paul, lést í New York í gær, 94 ára að aldri. Gibson Les Paul-rafgítarinn, einn þekktasti gítar veraldar, er nefndur eftir Paul.

Les Paul er sagður hafa verið einn af þeim sem mótuðu hljóm rokktónlistar og í tilkynningu frá hljóðfæraframleiðandanum Gibson segir að hann hafi verið „einn fremsti áhrifavaldur hljóms tuttugustu aldarinnar“.

Gibson hóf framleiðslu Les Paul-rafmagnsgítaranna árið 1952 og urðu þeir fljótt mjög vinsælir.

Meðal þeirra sem leikið hafa á Gibson Les Paul eru Jimmy Page (Led Zeppelin), The Edge (U2), Eric Clapton, Dave Grohl (Foo Fighters), David Gilmour (Pink Floyd), John Foggerty (Creedence Clearwater Revival), James Hetfield (Metallica), Mark Bolan (T-Rex) og Ace Frehley (Kiss).