Verklegt Kennslufræðinám er vettvangstengt.
Verklegt Kennslufræðinám er vettvangstengt. — © Royalty-Free/Corbis
Diplóma á meistarastigi í kennslufræði á Menntavísindasviði Háskóla Íslands er ætlað þeim sem lokið hafa grunnnámi, BA-, BS-, B.Mus.-gráðu eða hærri prófgráðu frá viðurkenndum háskóla og hafa áhuga á að kenna sitt fag í grunn- eða framhaldsskólum.

Diplóma á meistarastigi í kennslufræði á Menntavísindasviði Háskóla Íslands er ætlað þeim sem lokið hafa grunnnámi, BA-, BS-, B.Mus.-gráðu eða hærri prófgráðu frá viðurkenndum háskóla og hafa áhuga á að kenna sitt fag í grunn- eða framhaldsskólum.

Vettvangstengt nám

Diplómanámið snýst um að nemendur afli sér nauðsynlegs fræðilegs og hagnýts undirbúnings fyrir kennarastarf.

Náminu er skipt í 30 eininga kjarnanámskeið sem veita undirstöðu í kennslufræði, 10 eininga bundið val um kenninganámskeið og 20 einingar eru valdar úr lista yfir kennslufræðinámskeið sem tengjast kennslu ólíkra hópa eða greina, eða afmörkuðum viðfangsefnum kennarastarfsins. Þeir sem innritast í diplómanám í kennslufræði eiga þess kost að ljúka 120 eininga M.Ed.-námi í menntunarfræðum ef þeir kjósa það. Þar sem námið er vettvangstengt eru takmarkanir á því hversu margir eru teknir inn hverju sinni. Nemendur taka að sér æfingakennslu í nokkrar vikur en einnig er farið út á vettvang einu sinni í viku bæði á haust- og vormisseri.