[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Um svipað leyti og seiðandi fallegt haustið umlykur okkur má sjá lítil glaðleg börn skottast í skólann, með bakpoka á bakinu og bros á vör. Þau eru uppfull þeirrar vonar og spennu sem fylgir því að hefja nýtt líf, lenda í ævintýrum og verða fullorðin.

Um svipað leyti og seiðandi fallegt haustið umlykur okkur má sjá lítil glaðleg börn skottast í skólann, með bakpoka á bakinu og bros á vör. Þau eru uppfull þeirrar vonar og spennu sem fylgir því að hefja nýtt líf, lenda í ævintýrum og verða fullorðin.

Það má kannski ekki sjá eins mikla eftirvæntingu á andliti eldri nemenda en ljóst er að ansi margir fara í skóla í haust. Þótt ástæðurnar á bak við þær ákvarðanir séu misjafnar er alltaf jákvætt að fólk hafi og fái tækifæri til að nema, til að víkka út sjóndeildarhring sinn og njóta fræðslu og leiðsagnar annarra.

Þeir sem hyggja ekki á lengra nám í skólum geta fundið sér skemmtileg námskeið, hvort heldur sem er í menningu, listum eða handverki. Það er af nægu að taka.