[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Ján Mucha , markvörður Slóvaka í knattspyrnu, stóð í markinu í fyrri hálfleik í fyrrakvöld þegar Ísland og Slóvakía gerðu 1:1 jafntefli í vináttulandsleik. Markvörðurinn á bróður sem leikur hér á landi, en sá heitir Matús Mucha og leikur með Árborg í...

J án Mucha , markvörður Slóvaka í knattspyrnu, stóð í markinu í fyrri hálfleik í fyrrakvöld þegar Ísland og Slóvakía gerðu 1:1 jafntefli í vináttulandsleik. Markvörðurinn á bróður sem leikur hér á landi, en sá heitir Matús Mucha og leikur með Árborg í 3. deildinni. Matús, líkt og bróðir hans, stendur á milli stanganna hjá sínu liði.

Egill Jónasson mun leika með Njarðvíkingum í körfunni í vetur en hann var við nám í Danmörku í fyrravetur og gat lítið leikið þar vegna meiðsla. Egill, sem er mjög hávaxinn miðherji, er uppalinn hjá Njarðvíkingum.

Hamarsmenn í Hveragerði hafa gengið frá samningi við Andre Dabney um að hann leiki með liðinu í körfuboltanum í vetur. Dabney er lítill og snöggur leikstjórnandi og lék hann í Argentínu í vetur en var áður í Blookfield- skólanum í NCAA II deildinni og var þar með 24,6 stig að meðaltali í leik og gaf 3,6 stoðsendingar að meðaltali.

Manuel Neuer , markvörður Schalke í Þýskalandi , er nú undir smásjá Sir Alex Ferguson , stjóra Manchester Unted . Neuer þykir eitt mesta efni Þjóðverja og er Bayern München einnig sagt áhugasamt um leikmanninn. Ekkert tilboð hefur þó enn borist í markvörðinn hávaxna, sem er mikill aðdáandi Jens Lehman , fyrrverandi markvarðar Schalke.

Brasilíumaðurinn Romario , sem lagði skóna á hilluna árið 2007, þá 41 árs, hefur tekið upp takkaskóna að nýju. Hann hyggst leika einn eða tvo leiki með América í heimalandi sínu, en það var helsta ósk föður hans heitins að sonur sinn léki með þessu uppáhaldsliði sínu.

Argentínumaðurinn Ossie Ardiles , sem lengi lék með Tottenham Hotspurs á níunda áratugnum, segist nú glaður vilja taka við stjórnartaumum Newcastle , en hann stýrði liðinu árið 1991-92, áður en Kevin Keegan tók við. Ardiles sagði þó að eflaust gengi það ekki eftir, en hann stýrði síðast liði Cerro Portano í Paragvæ .

Michael Mancienne , varnarmaður Chelsea, hefur verið lánaður til Wolves og mun hann leika með nýliðunum í ensku úrvalsdeildinni á komandi leiktíð. Mancienne er U21 landsliði Englands og hann ekki er alveg ókunnugur Úlfunum því hann var í láni hjá liðinu í tvo mánuði á síðustu leiktíð og stóð sig afar vel.

Portsmouth , lið Hermanns Hreiðarssonar , hefur náð samningnum við ítalska liðið Genúa um að fá belgíska landsliðsmanninn Anthony Vanden Borre að láni. Leikmaðurinn er 21 árs gamall og getur bæði spilað sem bakvörður og miðjumaður