— Morgunblaðið/Ómar
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is „RÍKISSTJÓRNIN stendur sig illa í að kynna málstað okkar í Icesave-málinu, enda er hún með allt kerfi gömlu stjórnarinnar í vinnu. Og hvar er forsetinn með öll sín sambönd?

Eftir Sigurð Boga Sævarsson

sbs@mbl.is

„RÍKISSTJÓRNIN stendur sig illa í að kynna málstað okkar í Icesave-málinu, enda er hún með allt kerfi gömlu stjórnarinnar í vinnu. Og hvar er forsetinn með öll sín sambönd? Eða þekkir hann bara auðjöfra og fjárglæframenn,“ sagði Einar Már Guðmundsson á samstöðufundi Indefence-samtakanna á Austurvelli í gærdag. Þar var samningsdrögum í Icesave-málinu mótmælt og skorað á ráðamenn að ná lendingu í málinu sem þjóðin gæti sætt sig við.

Fundurinn var fjölsóttur. Talsmenn Indefence voru ánægðir með hvernig til tókst. „Allir Íslendingar hljóta að taka undir þann málstað sem hér kemur fram. Eða hvaða þjóð er það sem ber ekki hönd fyrir höfuð sér þegar að henni er gengið með óréttmætum kröfum,“ sagði Ólafur Elíasson sem er í forystu Indefence.

Aldrei gengið að auðmönnum

„Ég tek ofan fyrir Ögmundi Jónassyni, sem berst gegn Icesave-samningnum, en sá skilningur er ekki til hjá forseta ASÍ,“ sagði Elínbjörg Magnúsdóttir fiskverkakona. Hún segir greiðslur vegna Icesave geta lamað velferðarkerfið, sem sé aðal íslensks þjóðfélags.

„Íslendingar munu ekki berjast þegar þeir hafa á tilfinningunni að aldrei verði gengið að auðmönnum,“ sagði Andrés Magnússon læknir, sem telur efnahagshrunið sl. haust afleiðingu þess að útrásarvíkingarnir áttu flesta fjölmiðla landsins og hafi stjórnað umræðunni.