Glósur Góðar glósur geta gert kraftaverk í námi og prófi.
Glósur Góðar glósur geta gert kraftaverk í námi og prófi.
Þegar komið er í háskóla verður námið töluvert meira krefjandi og þá reynir oft á námsmenn sem þó eru samviskusamir.
Þegar komið er í háskóla verður námið töluvert meira krefjandi og þá reynir oft á námsmenn sem þó eru samviskusamir. Fæstir muna allt sem þeir lesa og það getur því reynt á að sitja í prófi og reyna að rifja upp glósurnar, svo ekki sé minnst á allar bækurnar. Í stað þess að eyða allt of miklum tíma í að lesa námsbækurnar í annað eða þriðja sinn er gott að styðjast við glósurnar, séu þær góðar. Til að festa þær enn betur í minni má til dæmis endurskrifa þær en það er þó ekki ráðlagt nema tíminn sé nægur. Fyrir þá sem hafa minni tíma er tilvalið að glósa upp úr glósunum og ná þannig fram aðalatriðunum í textanum.