— Morgunblaðið/Heiddi
FISKISTOFA og Landhelgisgæslan fóru í sameiginlegan leiðangur í eftirliti á grunnslóð í júlímánuði. Farið var um borð í 23 báta; 20 handfærabáta, togbát, línubát og netabát.

FISKISTOFA og Landhelgisgæslan fóru í sameiginlegan leiðangur í eftirliti á grunnslóð í júlímánuði. Farið var um borð í 23 báta; 20 handfærabáta, togbát, línubát og netabát.

Af þeim 20 handfærabátum sem farið var um borð í voru 19 bátar í strandveiðikerfinu og fjórir þeirra voru ekki með veiðileyfi um borð og voru gerðar athugasemdir við það. Í fimm tilvikum voru gerðar athugasemdir við skráningu í afladagbók og verður farið með þau mál að hætti opinberra mála að því er fram kemur á heimasíðu Fiskistofu. Gera má ráð fyrir að framhald verði á slíkum leiðöngrum með það að markmiði að bæta eftirlit á grunnslóð. aij@mbl.is