Uppgefin Nú væri gott að hafa píanó við hendina og geta spilað.
Uppgefin Nú væri gott að hafa píanó við hendina og geta spilað.
Eftir mikinn lærdóm getur fólki fundist að heilinn sé orðinn svo stútfullur af fróðleik að ekki komist meira fyrir og það fer að missa einbeitinguna.

Eftir mikinn lærdóm getur fólki fundist að heilinn sé orðinn svo stútfullur af fróðleik að ekki komist meira fyrir og það fer að missa einbeitinguna. Ýmislegt má gera til að hrista upp í sér og hér eru nokkrar skemmtilegar niðurstöður sem rannsóknarmenn hafa komist að.

Gítar og karríduft

Samkvæmt rannsókn háskóla eins í Stanford hefur hljóðfæraleikur áhrif á það hvernig heilinn vinnur úr töluðu máli. Því er um að gera að draga fram gítarinn eða setjast við píanóið og glamra svolítið. Þetta á að örva heilann en það að búa til eigin tónlist örvar líka ímyndunaraflið. Áhugamenn um billjard ættu að gleðjast yfir næstu staðreynd en þar þurfa leikmenn að einbeita sér afar vel og getað einangrað sig frá utanaðkomandi hljóðum. Einbeita þarf sér að hverjum leik sem skerpir hugann.

Þá hafa vísindamenn frá háskólanum í Kalifornía fundið út að efni sem finnst í karrídufti getur dregið úr minnistapi. Ein athyglisverðasta niðurstaða rannsóknarmanna kemur þó frá New York. Sérfræðingar frá University of Rochester halda því fram að tölvuleikir geti verið góðir fyrir heilsuna því þeir bæti sjónskyn fólks og að þeir sem spili slíka leiki séu færir um að taka ákvarðanir 85 prósentum hraðar en hinir.