HEIMIR Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara FH í knattspyrnu, hefur gert nýjan samning við Hafnarfjarðarliðið og er nú samningsbundinn því út tímabilið 2011.

HEIMIR Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara FH í knattspyrnu, hefur gert nýjan samning við Hafnarfjarðarliðið og er nú samningsbundinn því út tímabilið 2011.

,,Mér hefur liðið virkilega vel hjá FH þessi ár sem ég verið hjá liðinu og það er jákvætt fyrir mig að þeir menn sem ráða ríkjum hjá félaginu eru ánægðir með það sem ég er að gera og vonandi líka þeir frábæru stuðningsmenn sem við eigum. Stefnan er að halda áfram á sömu braut. Liðinu hefur vegnað vel og við erum hvergi nærri hættir,“ sagði Heimir við Morgunblaðið í gær og bætti við; ,,Ég er örugglega einn auðveldasti samningsmaður sem um getur í íslenskri knattspyrnu.“

Heimir gerði FH-inga að Íslandsmeisturum í fyrra á sínu fyrsta ári í þjálfarastarfinu en eftir að hafa verið aðstoðarmaður Ólafs Jóhannessonar og þar áður leikmaður og fyrirliði liðsins tók hann við þjálfun liðsins eftir tímabilið 2007. FH er á góðri leið með að verja Íslandsmeistaratitilinn undir stjórn Heimis en liðið hefur 10 stiga forskot á toppnum. ,,Þótt forskotið sé gott þá megum við hvergi slaka á. KR er á mikilli siglingu og því verðum við að vera á tánum og einbeittir.“ gummih@mbl.is