Næði Gott er að hafa hreint og fínt í kringum sig þegar lærdómurinn hefst.
Næði Gott er að hafa hreint og fínt í kringum sig þegar lærdómurinn hefst. — Morgunblaðið/Valdís Thor
Það er ýmislegt sem getur truflað þegar nauðsynlegt er að einbeita sér að náminu, óreiða er þar á meðal. Best er að halda skrifborðinu hreinu því óþarfa dót getur truflað augað og hugurinn því farið að reika frá náminu.
Það er ýmislegt sem getur truflað þegar nauðsynlegt er að einbeita sér að náminu, óreiða er þar á meðal. Best er að halda skrifborðinu hreinu því óþarfa dót getur truflað augað og hugurinn því farið að reika frá náminu. Það er ágæt regla að taka vel til áður en próflestur eða mikil námstörn hefst þar sem auðvelt er að telja sjálfum sér trú um að nauðsynlegt sé að þrífa í miðjum próflestri, einungis til að sleppa við lærdóminn. Hugurinn nær líka að hvílast betur eftir lærdóminn ef umhverfið er hreint og afslappandi.