Verðandi Kvennaskólanemi Stefán er búinn að kaupa bækur og er tilbúinn fyrir haustið.
Verðandi Kvennaskólanemi Stefán er búinn að kaupa bækur og er tilbúinn fyrir haustið. — Morgunblaðið/Jakob Fannar
Stefán Gunnar Sigurðsson mun hefja nám við Kvennaskólann í Reykjavík nú í haust. Hann segir ákvörðunina um skólann ekki hafa verið svo erfiða fyrir utan að flestir vinir hans fara í aðra skóla en hann ákvað að fara í þann skóla sem sig langaði mest í.

Stefán Gunnar Sigurðsson mun hefja nám við Kvennaskólann í Reykjavík nú í haust. Hann segir ákvörðunina um skólann ekki hafa verið svo erfiða fyrir utan að flestir vinir hans fara í aðra skóla en hann ákvað að fara í þann skóla sem sig langaði mest í.

Tungumál og menning

„Ég er að fara á hugvísindadeild sem er nokkurn veginn málabraut nema að á öðru ári getur maður tekið umfjöllun um menningu og listir. Ég hef nokkuð gaman af tungumálum og er sterkur í þeim og ákvað þess vegna að fara á þessa braut. Ég er alveg viðbúinn því að það verði erfiðara að vera í menntaskóla en grunnskóla en ég er ágætlega skipulagður. Aðallega hugsa ég um að fá góða menntun og vera tilbúinn undir lífið en auðvitað er stór plús að félagslífið sé gott. Ég er búinn að kaupa bækur og er orðinn spenntur fyrir skólabyrjun og alls ekkert stressaður yfir því að láta busa mig,“ segir Stefán Gunnar.