[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Dóra Stefánsdóttir er leikmaður íslenska kvennalandsliðsins sem tekur þátt í úrslitakeppni EM í Finnlandi.

Dóra Stefánsdóttir er leikmaður íslenska kvennalandsliðsins sem tekur þátt í úrslitakeppni EM í Finnlandi.

*Dóra er 24 ára og leikur sem tengiliður með landsliðinu en hefur ýmist leikið sem tengiliður eða bakvörður með liði sínu Malmö í sænsku úrvalsdeildinni.

*Dóra hefur leikið 43 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og skorað í þeim þrjú mörk. Hún var fastamaður á miðjunni í leikjum liðsins í undankeppni EM en missti af einum leik vegna leikbanns og öðrum vegna meiðsla.

*Dóra lék með Val þegar hún var hér á Íslandi en samdi svo við Malmö í byrjun árs 2006.

*Hún hefur leikið 64 leiki í efstu deild á Íslandi og skorað 22 mörk og í sænsku úrvalsdeildinni hefur hún leikið 64 leiki og skorað 10 mörk.