Sjáðu hér Krakkar á öllum aldri hafa gaman af tölvum.
Sjáðu hér Krakkar á öllum aldri hafa gaman af tölvum. — Morgunblaðið/Sverrir
Skólavefurinn hefur um árabil framleitt námsefni bæði fyrir skóla og einstaklinga. Efnið er sett fram á fjölbreyttan hátt og áhersla lögð á að nýta alla miðla, stafræna og hefðbundna.

Skólavefurinn hefur um árabil framleitt námsefni bæði fyrir skóla og einstaklinga. Efnið er sett fram á fjölbreyttan hátt og áhersla lögð á að nýta alla miðla, stafræna og hefðbundna. Reynslan hefur sýnt að fjölbreytileiki framsetningar tryggir að allir nemendur geta fundið eitthvað sem vekur áhuga þeirra. Efnið er framsett á prenti, myndum, myndböndum, hljóði og inniheldur vefurinn stærsta safn landsins af gagnvirkum æfingum.

Þjálfun 10. bekkinga

„Nú er mikill áhugi á því meðal 10. bekkinga að ná góðum árangri á vorin þar sem þau þurfa afar góðar einkunnir til þess að komast inn í valda skóla. Til að aðstoða krakkana höfum við nú í boði þjálfunarnámskeið þar sem þau geta þjálfað sig með skipulögðum hætti í öllum námsgreinum sem prófað er úr. Við höldum nú einnig úti námsvef ætluðum framhaldsskólanemum og kennurum og erum þannig farin að þjónusta nemendur frá leikskólum og upp í framhaldsskóla. Þá hófum við útgáfu námsbóka síðastliðinn vetur sem byggja á vefefninu okkar. Þetta sparar bæði pappírskostnað og vinnu fyrir kennara enda létu viðtökurnar ekki á sér standa,“ segir Páll Guðbrandsson markaðsstjóri Skólavefsins.

Uppfærður reglulega

Nú í haust verður hleypt af stokkunum nýju notendaviðmóti á Skólavefnum sem mun gera vefinn enn aðgengilegri og auðveldari í notkun. Frá árinu 2004 hafa um 20.000 heimili verið í áskrift að Skólavefnum og nota 95 prósent allra grunnskóla á landinu vefinn í sinni kennslu. Vefurinn er uppfærður með nýju efni í hveri viku.