París. AFP. | Fólk, sem hefur lifað af hjartaáfall og borðar súkkulaði tvisvar eða oftar á viku, er í þrisvar sinnum minni hættu á að deyja af völdum hjartasjúkdóma en þeir sem aldrei borða súkkulaði, samkvæmt nýrri rannsókn.

París. AFP. | Fólk, sem hefur lifað af hjartaáfall og borðar súkkulaði tvisvar eða oftar á viku, er í þrisvar sinnum minni hættu á að deyja af völdum hjartasjúkdóma en þeir sem aldrei borða súkkulaði, samkvæmt nýrri rannsókn.

Ávinningurinn er ekki jafnmikill þegar fólk borðar minna af súkkulaði. Minna súkkulaðiát er þó betra en ekkert, ef marka má rannsóknina. Skýrt er frá niðurstöðunum í septemberhefti tímaritsins Journal of International Medecine .

Áður höfðu rannsóknir leitt í ljós að súkkulaðiát minnkar líkurnar á því að aldrað fólk, sem aldrei hefur fengið hjartaáfall, deyi af völdum hjartasjúkdóma.