ÖFLUGAR aðgerðir seðlabanka og stjórnvalda víða um heim hafa skilað tilætluðum árangri, að mati Bens Bernanke , seðlabankastjóra Bandaríkjanna. Hann segir að ekki fari á milli mála að samdrátturinn í efnahagslífi heimsins sé að láta undan.

ÖFLUGAR aðgerðir seðlabanka og stjórnvalda víða um heim hafa skilað tilætluðum árangri, að mati Bens Bernanke , seðlabankastjóra Bandaríkjanna. Hann segir að ekki fari á milli mála að samdrátturinn í efnahagslífi heimsins sé að láta undan. Hagvaxtarhorfur á næstunni séu almennt góðar . Þetta kom fram í máli hans á árlegri ráðstefnu seðlabankans í Kansas.

Ekki eru allir jafn bjartsýnir og Bernanke. Martin Feldstein , hagfræðingur við Harvard-háskólann í Bandaríkjunum, segir í samtali við Bloomberg-fréttastofuna, að óljóst sé hvort bjartari horfur nú séu upphaf hagvaxtarskeiðs. Telur hann verulega hættu á að bakslag geti komið í efnahagslífið vestanhafs upp úr næstu áramótum.

gretar@mbl.is