Hlaðin Norah Jones átti fullt í fangi með verðlaunastytturnar sem hún fékk fyrir Come Away With Me .
Hlaðin Norah Jones átti fullt í fangi með verðlaunastytturnar sem hún fékk fyrir Come Away With Me .
SÖNGKONAN Norah Jones, sem sló í gegn svo um munaði með plötu sinni Come Away With Me árið 2002, vinnur nú að sinni fjórðu plötu. Platan kemur út á djassmerkinu virta Blue Note, en engu að síður hefur Jones fjarlægst þær rætur sínar að mestu.

SÖNGKONAN Norah Jones, sem sló í gegn svo um munaði með plötu sinni Come Away With Me árið 2002, vinnur nú að sinni fjórðu plötu.

Platan kemur út á djassmerkinu virta Blue Note, en engu að síður hefur Jones fjarlægst þær rætur sínar að mestu. Með Come Away With Me (yfir tíu milljón eintök seld) sópaði söngkonan að sér Grammy-verðlaunum og þægilegur, höfgakenndur og rauðvínsleginn hljómurinn skilaði plötunni upp að ornandi arineldum um allan heim. Var það Íslendingurinn S. Husky Hoskulds sem var arkitekt að þeim hljómi.

Þegar rennt er yfir listann yfir samstarfsmenn hvað nýju plötuna varðar er sem Jones ætli að kafa heldur meira niður í jörðina. Upptökustjóri er Jacquire King (Kings of Leon, Modest Mouse) og Ryan Adams og Will Sheff úr dauðakántríbandinu frábæra Okkervil River leggja til lög. Einnig semur Jesse Harris með söngkonunni, en hann samdi með henni lagið vinsæla „Don't Know Why“

Jones segist hafa ákveðið að vinna með King þar sem hann sá um hljóðvinnsluna á plötu Tom Waits, Mule Variations , plötu sem hún heldur mikið upp á.

Hvíslað er um að Jones sé að færast nær jaðarkántríi með plötunni, en hún er meðlimur í slíkri sveit. Kallast hún hinu spaugilega nafni The Little Willies og eftir hana liggur samnefnd plata þar sem breitt er yfir lög með Hank Williams, Willie Nelson og Fred Rose

Síðasta plata Jones, Not Too L ate, kom út 2007.