Biggi Bix eldri Býr í New York og hefur kannski ekki heyrt af nýjum nafna sínum og félaga í tónlistinni.
Biggi Bix eldri Býr í New York og hefur kannski ekki heyrt af nýjum nafna sínum og félaga í tónlistinni.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Eftir Birgi Örn Steinarsson biggi@mbl.

Eftir Birgi Örn Steinarsson

biggi@mbl.is

VINSÆLDIR lagsins „Oh My, oh my“ hafa valdið þónokkrum misskilningi poppáhugamanna sem margir hverjir hafa talið að þar sé á ferðinni raftónlistarmaðurinn Birgir Sigurðsson sem starfað hefur undir nafninu Bix í áraraðir. Rokkarinn BiggiBix sem á nýja lagið vinsæla er nokkru yngri, ættaður af Vestfjörðum og heitir fullu nafni Birgir Örn Sigurjónsson. Hann segist sjálfur hafa orðið var við misskilninginn en bendir á að Bix hafi aldrei gefið út undir nafninu Biggi Bix, heldur sé það frekar viðurnefni er hann hafi hlotið.

„Ég vissi alveg af honum á sínum tíma en ég hef verið kallaður þessu nafni af mínu fólki í um níu ár,“ segir BiggiBix annar, en sá fyrri hefur einnig gefið út undir nöfnunum Dirty Bix, Bix Pender, Mr. Bix og Di Di Seven. Rokkarinn BiggiBix undirbýr nú útgáfu nýs lags, Situation, sem sleppt verður lausu innan skamms. Breiðskífa fylgir svo í kjölfarið í haust. „Margir sem heita Birgir hafa verið kallaðir Bix. Ég varð fyrst var við þennan misskilning þegar samstarfsmaður minn sagðist hafa heyrt lag í útvarpinu með BiggaBix sem væri mjög ólíkt því sem hann þekkti frá honum áður. Hann tengdi ekki alveg. Ég áttaði mig á þessu fyrst þegar ég kom fram á Aldrei fór ég suður síðast undir nafninu Bix. Þá var bankað í bakið á mér og ég breytti því í BiggiBix. Við erum svo ólíkir tónlistarmenn að fólk hlýtur að velta því fyrir sér hvort þetta sé ekki annar maður.“

Biggi Bix fyrri hefur ekki haft samband við BiggaBix annan og segist rokkarinn ekki óttast það.