FYRIRHUGAÐIR fyrirvarar við Icesave-samningana , sem nú eru til umræðu á Alþingi, munu styðja við sjálfbærni í fjármálum hins opinbera, að mati lánshæfismatsfyrirtækisins Moody's .

FYRIRHUGAÐIR fyrirvarar við Icesave-samningana , sem nú eru til umræðu á Alþingi, munu styðja við sjálfbærni í fjármálum hins opinbera, að mati lánshæfismatsfyrirtækisins Moody's . Fyrirvararnir hafa frekar jákvæð áhrif á Baa1-lánshæfiseinkunn ríkissjóðs þótt nokkur ófrágengin atriði geri að verkum að horfur fyrir lánshæfiseinkunn Íslands séu enn neikvæðar . Þetta kemur fram í tilkynningu Moody's frá því í gær.

Meðal þeirra atriða sem Moody's segir að stuðli að neikvæðum horfum fyrir lánshæfiseinkunn Íslands er veiking krónunnar að undanförnu. Takist ekki að snúa þeirri þróun við geti það komið í veg fyrir efnahagsbata. Ríkisstjórninni hafi þó orðið vel ágengt í efnahagsmálum.

gretar@mbl.is